Skólaslit 3. Öskurdagur
Fimmtudaginn 7. september kom Ævar Þór Benediktsson rithöfundur í heimsókn í Sandgerðis- og Gerðaskóla til að kynna verkefnið Skólaslit 3. Síðastliðin tvö ár hefur hann unnið verkefni með grunnskólum í Suðurnesja- og Reykjanesbæ með frábærum árangri og mikilli þátttöku nemenda á miðstigi. Markmið með verkefninu er að skapa spennandi og nýstárlega lestrarupplifun þar sem nemendur geta hlustað á einn kafla á dag í októbermánuði og unnið alls kyns verkefni upp úr efni sögunnar.
Í upphafi verkefnisins árið 2021 var rýnt í áhugasvið, viðhorf og viðfangsefni sem nemendur hefðu helst áhuga á að lesa um með það að markmiði að auka áhuga á lestri. Úr urðu sögur Ævars Þórs um uppvakninga og ævintýri sem nemendur á Suðurnesjum lenda í. Ari Yates myndskreytir söguna líkt og í fyrri sögum.
Í ár mun bókin heita Öskurdagur. Frá 2. október verður hægt að lesa og hlusta á einn kafla á dag á vefsíðunni https://www.skolaslit.is/
Hér koma nokkrar myndir frá heimsóknum Ævars Þórs í Suðurnesjabæ.