Fara í efni

Skipulagsauglýsing Suðurnesjabæ

Skipulagsauglýsing Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær - Tillaga að deiliskipulagi Gerðatúns Efra

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann  8. maí 2024, í samræmi við  41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að auglýsa deiliskipulagstillögu að reit sem áður var kallaður Gerðatún Efra og afmarkast af Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut. Í tillögunni felst uppbygging á einni parhúsalóð við Melbraut, einni við Valbraut og tveimur við Heiðarbraut. Alls er um að ræða 8 íbúðir á einni hæð. Sjá svæði auðkennt ÍB5 í Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034.

Tillagan er aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 636/2024. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á https://skipulagsgatt.is

Umsagnarfrestur er til og með 10. júlí 2024.

Suðurnesjabæ 23. maí 2024.

Jón Ben Einarsson skipulagsfulltrúi