Fara í efni

Sandgerðisskóli leitar að áhugasömum og metnaðarfullum kennurum til starfa næsta skólaár.

Sandgerðisskóli leitar að áhugasömum og metnaðarfullum kennurum til starfa næsta skólaár.

Sandgerðisskóli leitar að áhugasömum og metnaðarfullum kennurum til starfa næsta skólaár. 

Sandgerðisskóli er grunnskóli fyrir börn á aldrinum 6 – 16 ára í Suðurnesjabæ. Fjöldi nemenda við skólann er 276 og styðst skólinn við stefnuna Uppeldi til ábyrgðar, er Heilsueflandi skóli ásamt því að vera teymiskennsluskóli. Á yngsta stigi er unnið eftir aðferðum Byrjendalæsis og mikil áhersla á læsi á öllum stigum. Í skólastarfinu er lögð áhersla á skapandi og athafnamiðað nám, fjölbreytta kennsluhætti og fjölmenningu með áherslu á tækni. Í skólanum fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem vöxtur, virðing, vilji og vinátta eru höfð að leiðarljósi. 

Helstu verksvið: 

  • Umsjón á yngsta stigi – réttindi og færni sem Byrjendalæsiskennari mikilvæg 

  • Umsjón á miðstigi – leikni í fjölbreyttum kennsluháttum, námsaðlögun og samþættingu ásamt færni í læsi til náms  

  • Umsjón á elsta stigi - leikni í fjölbreyttum kennsluháttum, námsaðlögun og faggreinum unglingastigs mikilvæg ásamt færni í læsi til náms 

  • Einnig er lögð áhersla á leikni og virðingu í foreldrasamstarfi, hæfni til að leiða teymi og afmörkuð verkefni s.s. valgreinar á mið- og unglingastigi 

Menntunar – og hæfniskröfur: 

  • Leyfisbréf til kennslu (skal fylgja umsókn) 

  • Kennslureynsla á því stigi sem sótt er um (ítarleg ferilskrá skal fylgja umsókn) 

  • Vinnusemi, metnaður og áhugi og góð meðmæli þar um  

  • Reynsla af skipulagi og teymisvinnu og góð meðmæli þar um 

  • Áhersla er lögð á leikni í samstarfi og mannlegum samskiptum og góð meðmæli þar um 

  • Stundvísi og samviskusemi og góð meðmæli þar um 

  • Góð íslenskukunnátta 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands. Með vísan í lög nr. 85/2018 um jafnrétti á vinnustöðum eru allir áhugasamir hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2021. 

Nánari upplýsingar veitir Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla í síma 425-3100/820-3140 eða á netfangið, holmfridur@sandgerdisskoli.is