Fara í efni

Samningur um rekstur á nýjum leikskóla

Samningur um rekstur á nýjum leikskóla

Suðurnesjabær og Skólar ehf. hafa gengið frá samningi um að Skólar ehf. taki að sér að reka nýjan leikskóla sem er í byggingu við Byggðaveg í Sandgerði.  Áformað er að starfsemi í leikskólanum hefjist næsta vetur, en nákvæm tímasetning um það liggur ekki fyrir. Skólar ehf. er 20 ára gamalt fyrirtæki sem rekur nú þegar heilsuleikskóla í fimm sveitarfélögum. Leikskólarnir starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins. 

Skólar ehf. mun taka yfir rekstur leikskólans Sólborgar 1. nóvember nk. og er samkomulag um þau aðilaskipti milli Hjallastefnunnar ehf., sem rekur Sólborgu í dag, Skóla ehf. og Suðurnesjabæjar. Öll starfsemi í Sólborgu mun síðan flytjast yfir á nýjan leikskóla á næsta ári.

Suðurnesjabær lýsir ánægju með samninginn við Skóla ehf. og væntir góðs af því samstarfi sem framundan er.

 

Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar og Kristín Margrét Baranowski framkvæmdastjóri Skóla ehf. undirrita samninginn.