Fara í efni

Ráðstafanir vegna Covid-19

Ráðstafanir vegna Covid-19

Í ljósi aðgerða vegna Covid-19 eiga eftirfarandi tilmæli við í starfsemi Suðurnesjabæjar.

Ráðstafirnar gilda frá kl. 12.00 föstudaginn 31. júlí til fimmtudagsins 13. ágúst eða þar til frekari tilmæli verða gefin út.

Landsbyggðarvagn Strætó

  • Það er grímuskylda um borð í landsbyggðarvögnum strætó
  • Ekki er gerð krafa um að börn fædd 2005 og síðar beri grímur
 Sundlaugar og íþróttamiðstöðvar Suðurnesjabæjar
  • Allt að 46 gestir í sundlaugum í einu.
    • Tveir gestir að hámarki í gufubaði í einu.
    • Allt að 15 gestir í tækjasölum í einu.
      • Gestir sótthreinsi tæki eftir notkun.
Bókasöfn
Miðhús

Gestir eru beðnir um að takmarka ferðir sínar og virða sóttvarnir og fjarlægðarmörk.

Skrifstofur Suðurnesjabæjar

Venjulegur opnunartími en íbúar og viðskiptavinir eru beðnir um að virða fjarlægðarmörk og sóttvarnir og nýta síma og tölvupóst sé þess kostur.

Starfsmenn, íbúar og gestir eru beðnir um að fylgja fyrirmælum og þeim tilmælum sem gefin eru út og sameinast í baráttunni gegn Covid-19.

 Við erum öll almannavarnir!