PMTO foreldranámskeiði lokið með góðum árangri
PMTO foreldranámskeiði á vegum velferðarsviðs lauk 27.nóvember. Námskeiðið hófst 9. október og stóð yfir í átta skipti, með lokahófi 27. nóvember. Þátttakendur voru bæði íbúar Suðurnesjabæjar og Voga en velferðarsvið Suðurnesjabæjar veitir jafnframt íbúum Voga velferðarþjónustu.
PMTO (Parent Management Training – Oregon) er gagnreynt meðferðarúrræði ætlað foreldrum barna á aldrinum 4–12 ára með væga hegðunarerfiðleika. Markmiðið er að efla foreldrafærni og styrkja jákvæð samskipti og lausnaleit innan fjölskyldunnar.
Námskeiðið var leitt af Thelmu Björk Guðbjörnsdóttur og Sigrúnu Pétursdóttur, sem hafa mikla reynslu af PMTO og fjölskyldustarfi. Viðbrögð þátttakenda voru afar jákvæð og vill velferðarsvið koma á framfæri innilegu þakklæti til foreldra fyrir virka þátttöku og gott samstarf.
Velferðarsvið hyggst halda áfram að bjóða upp á PMTO fyrir foreldra næsta haust, enda er eftirspurnin góð og mikilvægt að styðja fjölskyldur með fræðslu sem byggir á gagnreyndum aðferðum.
