Óveður í aðsigi
Óveður í aðsigi
07. október 2025
Vakin er athygli á veðurviðvörun Veðurstofu, en gul viðvörun tekur gildi um hádegi miðvikudaginn 8. október 2025 vegna vestan storms eða hvassviðris. Viðvörunin gildir fram eftir kvöldi þann dag. Jafnhliða miklum vindi verður sjávarstaða há og því má gera ráð fyrir að áhrif þessara aðstæðna geti mögulega valdið ágangi sjávar með strönd sveitarfélagsins.
Íbúar Suðurnesjabæjar og aðrir eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspá og gera viðeigandi ráðstafanir ef þurfa þykir.
Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.