Fara í efni

Öruggari Suðurnes

Öruggari Suðurnes

Samráðsfundur verkefnisins Öruggari Suðurnes sem er svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum, verður haldinn í Samkomuhúsinu í Sandgerði miðvikudaginn 7.maí klukkan 13:00-16:30.
Á fundinum verður lögð áhersla á málefni barna og ungmenna á Suðurnesjum. Kynntar verða niðurstöður úr Íslensku æskulýðsrannsóknum og í framhaldinu veltir fagfólk af svæðinu því upp hverju megi þakka góðar niðurstöður og hvað sé til ráða varðandi það sem ekki er eins stórkostlegt.

Dagskrá:

  • 13:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri setur fundinn
  • 13:10 Hvað segja Íslenskar æskulýðsrannsókir okkur um stöðu barna á Suðurnesjum? Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastjóri farsældar barna hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Í framhaldinu verða niðurstöður ræddar út frá fimm víddum farsældar.
  • 13:25 Börnin okkar og menntun. Pallborð; Jenný Þórkatla Magnúsdóttir þroskaþjálfi og fjölskyldufræðingur, Ásdís María Grétarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur, Sveinbjörg Sigríður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og Ólafía Kristín Guðmundsdóttir félagsráðgjafi á velferðarsviði Reykjanesbæjar ræða það hvernig skýra megi hátt hlutfall barna sem upplifa að þau geti leitað til einhvers fullorðins í skólanum, hvernig hækka megi það hlutfall enn frekar og hvaða hópum þurfi sérstaklega að huga að.
  • 13:55 Börnin okkar og samfélagsleg þátttaka. Pallborð; Sigurður Friðrik Gunnarsson og Petra Ruth Rúnarsdóttir, svæðisfulltrúar íþróttahéraðanna á Suðurnesjum og fulltrúar frá Ungmennaráði Suðurnesjabæjar ræða það hvað verið sé að gera og hvað þurfi að gera til að ýta undir þátttöku barna í tómstundastarfi.
  • 14:25 Kaffipása
  • 14:45 Börnin okkar, lífsgæði og félagsleg staða. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis Reykjanesbæjar flytur erindið Lífsgæði og félagsleg staða barna á Suðurnesjum: Tenging við niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.
  • 15:00 Börnin okkar, heilsa og vellíðan. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HSS.
  • 15:20 Börnin okkar, öryggi og vernd. Pallborð; fulltrúar frá lögreglunni á Suðurnesjum og Ungmennaráði Reykjanesbæjar ræða um öryggi barna og tilfinningu þeirra fyrir öryggi.
  • 15:50 Erindi frá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, Kristín Skjaldardóttir samskiptaráðgjafi.
  • 16:20 Samantekt, umræður um næstu skref í átt til öruggari Suðurnesja og fundi slitið. Sigþrúður Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri í forvarnadeild ríkislögreglustjóra.

Allan daginn söfnum við hugmyndum, athugasemdum og tillögum frá fundargestum á stafrænan hátt og þær tekur framkvæmdateymi verkefnisins Öruggari Suðurnes með sér í starfið sem er framundan.

Öll eru hjartanlega velkomin en fólk sem vinnur með börnum á Suðurnesjum og fjölskyldum þeirra er sérstaklega hvatt til að mæta.

Þátttaka er fundargestum að kostnaðarlausu en mikilvægt er að fólk skrái sig hér