Fara í efni

Nýtt nafn á bæjarhátíð Suðurnesjabæjar

Nýtt nafn á bæjarhátíð Suðurnesjabæjar

Þriðjudaginn 11.júní samþykkti ferða-,safna- og menningarráð nýtt nafn á bæjarhátíð Suðurnesjabæjar. Haldin var hugmyndasamkeppni sem stóð yfir til 1.apríl s.l þar sem öllum var gefin kostur á að senda inn sína hugmynd að nafni á bæjarhátíðina.

Samþykkt var samhljóða að nafnið á hátíðinni skuli vera „Vitadagar – hátíð milli vita“ enda eru fimm fjölbreyttir vitar í Suðurnesjabæ og eru vitar ein helstu kennileiti sveitarfélagsins. Fulltrúar í ferða-safna- og menningarráði þakka kærlega fyrir allar þær fjölmörgu tillögur sem íbúar sendu inn.

Við erum farin á fullt í að skipuleggja hátíðina í ár sem mun fara fram dagana 26.ágúst-1.september og erum byrjuð að telja niður dagana á heimasíðu bæjarins. Markmið hátíðarinnar er að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem hentar allri fjölskyldunni, efla samhug og gefa íbúum tækifæri á að kynnast hvert öðru og sýna hvað Suðurnesjabær hefur upp á að bjóða. Allar góðar hugmyndir er varða hátíðina eru vel þegnar og má senda þær á vitadagar@sudurnesjabaer.is