Fara í efni

Ný stefna í mennta- og tómstundamálum í Suðurnesjabæ

Ný stefna í mennta- og tómstundamálum í Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag með skýra framtíðarsýn í mennta- og tómstundamálum. Áhersla er á hæfni
til framtíðar með gæði í forgrunni og jöfn tækifæri fyrir öll.

Mennta- og tómstundastefna Suðurnesjabæjar markar framtíðarsýn í mennta- og tómstundamálum og á erindi til alls samfélagsins. Stefnan setur skýran ramma um áherslur í málaflokkunum: Jöfn tækifæri fyrir öll, lærdómssamfélag, hæfni til framtíðar, heilsueflandi samfélag og gæði í forgrunni. Meginmarkmið stefnunnar er að ná fram eftirsóknarverðum árangri til þess að öll hafi tækifæri til að auka við færni sína. Lykilþættirnir leggja grunn að framtíðarsýn íbúa samfélagsins.

Hér má nálgast mennta- og tómstundastefnuna.

Hér má nálgast aðgerðaráætlunina.