Ný stefna í mennta- og tómstundamálum í Suðurnesjabæ
Ný stefna í mennta- og tómstundamálum í Suðurnesjabæ
03. mars 2025
Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag með skýra framtíðarsýn í mennta- og tómstundamálum. Áhersla er á hæfni
til framtíðar með gæði í forgrunni og jöfn tækifæri fyrir öll.
Mennta- og tómstundastefna Suðurnesjabæjar markar framtíðarsýn í mennta- og tómstundamálum og á erindi til alls samfélagsins. Stefnan setur skýran ramma um áherslur í málaflokkunum: Jöfn tækifæri fyrir öll, lærdómssamfélag, hæfni til framtíðar, heilsueflandi samfélag og gæði í forgrunni. Meginmarkmið stefnunnar er að ná fram eftirsóknarverðum árangri til þess að öll hafi tækifæri til að auka við færni sína. Lykilþættirnir leggja grunn að framtíðarsýn íbúa samfélagsins.