Merki Vitadaga
Merki Vitadaga
20. mars 2025
Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar, Vitadagar - hátíð milli vita, var haldin í fyrsta sinn undir því nafni í ágúst 2024.
Í ár verða Vitadagar haldnir dagana 25.ágúst-31.ágúst og vantar okkur merki fyrir hátíðina.
Við óskum því eftir hugmyndum frá íbúum og öðrum áhugasömum um merki sem er lýsandi fyrir Vitadaga og mun vera notað í kynningarefni og fleira tengt hátíðinni.
Hægt er að senda inn tillögur hér til og með 8.apríl næstkomandi.