Fara í efni

Mamman og ungarnir

Mamman og ungarnir

Skemmtileg sjón blasti við starfsmönnum á skipulags- og umhverfissviði í reglubundinni vettvangsferð þeirra á dögunum þegar þeir komu auga á stolta ungamömmu með ungana sína. Ungamamman rölti með ungana sína 12 eftir Sjávarbrautinni í Sandgerði sem leið lá niður í fjöru þar sem ætlunin var að taka sundsprett. Ferðalagið gekk þó aðeins brösuglega fyrir suma í hópnum en á endanum komust allir á leiðarenda og við vonum að sundferðin þeirra hafi gengið vel.