Fara í efni

Málið okkar – horft til framtíðar

Málið okkar – horft til framtíðar

Aukin áhersla á málþroska, orðaforða og hljóðkerfisvitund í Suðurnesjabæ

 

Fræðsluþjónusta Suðurnesjabæjar ásamt leikskólum í Suðurnesjabæ og Vogum vinna nú að verkefni í samvinnu við Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing.

Markmið verkefnisins er að auka áherslur á málþroska, orðaforða og hljóðkerfisvitund í skólastarfinu.

Bryndís hefur unnið að því að setja upp ítarleg markmið fyrir verkefnið bæði út frá eigin reynslu og grunnlínumælingum sem gerðar voru í leikskólunum núna í vor.

Verkefnið er tilraunaverkefni sem verður í stöðugri þróun.

Skipaður hefur verið verkefnastjóri í hverjum leikskóla sem heldur utan um verkefnið og vinnur að því að fylgja markmiðunum eftir í skólastarfinu.

 

Á myndinni eru verkefnastjórar frá leikskólum ásamt Bryndísi Guðmundsdóttur og starfsmenn fræðsluþjónustu.