Fara í efni

Málefni flóttafólks og vegalausra barna

Málefni flóttafólks og vegalausra barna

Málefni flóttafólks og lögbundið verkefni Suðurnesjabæjar vegna vegalausra barna var til umfjöllunar í bæjarráði Suðurnesjabæjar miðvikudaginn 8. mars sl. þar sem eftirfarandi var bókað.

„Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir yfir vilja til þess að leggja sitt af mörkum við að hjálpa úkraínsku þjóðinni og lýsir sig reiðubúinn til þess að taka á móti flóttafólki eftir bolmagni sveitarfélagsins. Þá mun Suðurnesjabær leggja aukna áherslu á að sinna starfsskilyrðum sínum er kemur að málefnum vegalausra barna við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mikilvægt er að kanna framboð húsnæðis í sveitarfélaginu og er félagsþjónustu falið að fylgja málefninu eftir og kanna hvaða þjónustu þarf að veita. Íbúar og fyrirtæki í sveitarfélaginu eru hvött til að hafa samband við sveitarfélagið ef þau hafa húsnæði til afnota.“

Íbúar Suðurnesjabæjar eru hvattir til þess að leggja sitt af mörkum vegna ástandsins í Úkraínu en þegar hafa borist upplýsingar frá íbúum sem telja sig reiðubúna til þess að taka á móti flóttafólki eða leggja til húsnæði gerist þess þörf. Íbúar Suðurnesjabæjar sem vilja bjóða fram húsnæði til leigu er bent á að skrá sig á þartilgerðu eyðublaði á vef Fjölmenningarseturs. Starfsmenn Suðurnesjabæjar eru í samskiptum við Fjölmenningarsetrið um frekari aðskomu sveitarfélagsins gerist þess þörf.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Fjölmenningarsetrinu í síma 450 3090 eða á netfangið mcc@mcc.is.