Fara í efni

Malbikunarframkvæmdir í Sandgerði mánudaginn 11. ágúst

Malbikunarframkvæmdir í Sandgerði mánudaginn 11. ágúst

Mánudaginn 11. ágúst er áætlað að malbika eftirfarandi kafla í Sandgerði:

Vitatorg/Norðurgarður - Frá gatnamótum Garðvegar og Vitatorgs að Norðurgarði 8. Merkt með grænu á mynd.

Gera má ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir frá kl. 08:00 - 12:00.

Hafnargata - Við gatnamót Hafnargötu og Strandgötu og u.þ.b. 90m kafla við Suðurbryggju. Merkt með fjólubláu á mynd.

Gera má ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir frá kl. 12:00 - 17:00.

Lokað verður fyrir umferð á meðan framkvæmdum stendur.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.