Malbikunarframkvæmdir við Gerðaveg
Malbikunarframkvæmdir við Gerðaveg
13. júlí 2023
Föstudaginn 14. júlí er áætlað að malbika hluta Gerðavegar. Svæðið sem um ræðir nær frá hraðahindrun við Gerðaveg 6 að Gerðavegi 21.
Önnur akreinin verður malbikuð í einu, búast má við töfum á umferð og jafnvel lokunum á meðan framkvæmdum stendur.
Við beinum því til íbúa að fjarlægja ökutæki og aðrar eignir sem standa við götuna til þess að forðast tjón og auðvelda verktökum vinnuna.
Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.
Skipulags- og umhverfissvið Suðurnesjabæjar.