Malbikunarframkvæmdir föstudaginn 21. nóvember
Malbikunarframkvæmdir föstudaginn 21. nóvember
20. nóvember 2025
Föstudaginn 21. nóvember er áætlað að malbika um 1.900 m2 kafla á Ásabraut.
Svæðið sem um ræðir nær frá gatnamótum Hlíðargötu að gatnamótum Hólagötu.
Gera má ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir frá kl. 9:30 - 17:00.
Lokað verður fyrir alla umferð á þessum kafla götunnar meðan á framkvæmdum stendur en hjáleiðir verða merktar sérstaklega.
Mikilvægt er að fjarlægja ökutæki og aðrar eignir sem standa við götuna til þess að forðast tjón.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.
Skipulags- og umhverfissvið Suðurnesjabæjar.