Lokun á köldu vatni fimmtudagskvöldið 6. nóvember
Lokun á köldu vatni fimmtudagskvöldið 6. nóvember
04. nóvember 2025
Vegna viðgerðar á dælubúnaði í dælustöð vatnsveitu verður lokað fyrir kalt vatn í Sandgerði fimmtudagskvöldið 6. nóvember frá kl. 21:00 og fram eftir nóttu.
Við vörum við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum
Við biðjum íbúa og fyrirtæki í Sandgerði að gera ráðstafanir í samræmi við þetta og sýna þolinmæði á meðan unnið er að viðgerðinni.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.