Fara í efni

Ljósastaurar í Suðurnesjabæ

Ljósastaurar í Suðurnesjabæ

Undanfarnar vikur hefur vinna við lagfæringu ljósastaura verið í gangi í Suðurnesjabæ, bæði í Sandgerði og Garði. Ljóslausar götur eru hættulegar bæði gangandi vegfarendum og ökumönnum bifreiða og biðjum við íbúa um að fara varlega við þær aðstæður sem skapast vegna þessa, sérstaklega á morgnana og seinnipart dags og kvölds.

Vinna er í fullum gangi og er vonast til þess að ljós komist í lag sem fyrst.

Þá bendum við íbúum á að hægt er að senda ábendingar í gegnum ábendingagátt á heimasíðu Suðurnesjabæjar https://www.sudurnesjabaer.is/is/thjonusta/senda-abendingu