Fara í efni

Lestur í vetur

Lestur í vetur

Nú er haustið að ganga í garð og sumaropnun bókasafnanna að ljúka. Íbúar geta nýtt sér sumaropnun út þessa viku, eða til 21. ágúst. Laugardagsopnun verður á bókasafninu í Sandgerði 22. og 29. ágúst og opið frá 10.00-14.00.

Mánudaginn 24. ágúst hefst vetraropnun að nýju og verður bókasafnið í Sandgerði opið sem hér segir:

Mánudagar – 8.15-17.30

Þriðjudagar- 8.15-16.00

Miðvikudagar – 8.15-16.00

Fimmtudagar - 8.15-17.30

Föstudagar - 8:15-14.00

 

Við minnum íbúa Suðurnesjabæjar á að íbúar eiga kost á bókasafnskorti þeim að kostnaðarlausu og er hægt að nálgast slík kort á bókasafninu í Sandgerði.

Einnig að hægt er að skila bókum í safnkassa sem eru að finna í íþróttamiðstöðvum Suðurnesjabæjar.

 

Áfram er unnið að nýjum lausnum til að þjónusta íbúa í Garði sem ekki geta nýtt sér þjónustu bókasafnsins í Sandgerði en enn er um tímabundna lokun safnsins að ræða vegna framkvæmda við Gerðaskóla. 

 

Hægt er að senda tölvupóst á netfangið bokasafnsandgerdi@sudurnesjabaer.is  og fylgjast með safninu á facebooksíðu þess.