Fara í efni

Leikskólinn Sólborg lokar tímabundið

Leikskólinn Sólborg lokar tímabundið

Þar sem komið hafa upp smit meðal starfsfólks og barna í leikskólanum Sólborg í Sandgerði verður leikskólinn lokaður frá og með miðvikudeginum 17. nóvember, til og með föstudeginum 19. nóvember. Nánari upplýsingar verða sendar foreldrum um næstkomandi helgi en þá verður staðan metin varðandi framhald á starfsemi leikskólans.