Fara í efni

Leikjanámskeið og Kofabyggð 2022

Leikjanámskeið og Kofabyggð 2022

Skráning er nú hafin á Sportabler fyrir leikjanámskeið og kofabyggð í Suðurnesjabæ fyrir sumarið 2022. 

Leikjanámskeiðin eru fyrir börn fædd á árunum 2012-2016. Markmiðin með námskeiðunum er að leggja áherslu á hreyfingu, tjáningu og útiveru. Námskeiðin eru frá 09:00-11:50 alla virka daga.

Dagsetningar:

  • 7. júní - 16. júní - Garður
  • 20. júní - 1. júlí - Sandgerði
  • 4. júlí - 15. júlí - Garður
  • 2. ágúst - 11. ágúst - Sandgerði fyrir hádegi og Garður eftir hádegi.

Kofabyggðin er fyrir börn fædd 2010-2014. Markmiðin með kofabyggðinni er að stuðla að sjálfstæðri hugsun og sköpunargleði. Krakkarnir fá að byggja kofa frá grunni og gera hann að sínum eigin. Námskeiðin eru frá 13:00 - 15:00 mánudaga til fimmtudaga. 

Dagsetningar: 

  • 7. júní - 23. júní - Sandgerði
  • 27. júní - 14. júlí - Garður

Umsjónarmenn eru Una Margrét og Þóra Kristín. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband í 662-6405 eða senda tölvupóst á netfangið una.einarsdottir@gmail.com eða thorak98@gmail.com