Fara í efni

Laust starf í Gerðaskóla

Laust starf í Gerðaskóla

Í Gerðaskóla eru um 250 nemendur. Við skólann starfa áhugsamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru virðing, ábyrgð, árangur, ánægja. Í Gerðaskóla leggjum við áherslu á að skapa öruggt umhverfi þar sem öllum líður vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

Starfsmaður í frístund/Skólasel

Í frístund er leitast eftir að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Leiðarljós frístundar er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskist í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Starfa í frístund fyrir yngri nemendur Gerðaskóla, 1.-4. bekk.
  • Stýra hópi í frístundastarfi
  • Starfa með fjölbreyttum nemendahópi
  • Fylgjast með og aðstoða börn í leik og starfi
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Áhugi á faglegu starfi með börnum
  • Góð íslenskukunnátta
  • Samstarfs- og samskiptahæfni
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Stundvísi og samviskusemi.

Auglýst er eftir starfsmanni í 40% starf og er vinnutími frá kl. 13:00 - 16:15. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum skulu berast á netfangið eva@gerdaskoli.is. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni. Umsóknarfrestur er til 17. desember 2021.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri í síma 425 3050.