Fara í efni

Laus störf í Sandgerðisskóla

Laus störf í Sandgerðisskóla

Stöður deildarstjóra stoðþjónustu, yfir þroskaþjálfa og heimilisfræðikennara eru lausar til umsóknar.

Sandgerðisskóli leitar að  metnaðarfullu starfsfólki sem vill ná góðum árangri í skólastarfi og er tilbúið í nýungar.  Við leggjum áherslu á vellíðan og framfarir nemenda, gott samstarf innan skólans og við samfélagið. Viðkomandi þarf að hefja störf 1. ágúst.

Menntunar- og hæfniskröfur – deildarstjóri stoðþjónustu

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
  • Meistarapróf í menntunarfræðum eða öðru fagi sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfsmannastjórnun í skólastarfi er æskileg.
  • Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og skipulagshæfileikar.
  • Frumkvæði og sveigjanleiki.
  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Helstu verkefni:

  • Yfirumsjón með stoðþjónustu skólans og þverfaglegri vinnu.
  • Vera ráðgefandi og skipuleggja nám og íhlutun vegna nemenda.
  • Umsjón með starfsfólki í samráði við aðra stjórnendur.
  • Umsjón með stoðþjónustu og einstaklingsnámskrám.
  • Þátttaka í störfum faglegra teyma og nefnda innan og utan skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur – yfirþroskaþjálfi

  • Leyfi til að nota starfsheitið þroskaþjálfi.
  • Farsæl reynsla af vinnu með einstaklingum með fjölþættan vanda.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni.
  • Góð samskiptafærni og sveigjanleiki í starfi.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Góð íslenskukunnátta.

Helstu verkefni

  • Annast þjálfun, kennslu og aðlaga námsumhverfi nemenda.
  • Stuðla að velferð nemenda og veita þeim aðgang að fjölbreyttu námi þar sem unnið er út frá áhugamálum og styrkleikum hvers og eins.
  • Halda utan um gerð einstaklingsáætlana.
  • Vera ráðgefandi um umönnun og íhlutun vegna nemenda.
  • Umsjón með starfsmönnum og þróun skólastarfs í samráði við stjórnendur.

Menntunar- og hæfniskröfur – heimilisfræðikennari

  • Leyfisbréf grunnskólakennara.
  • Reynsla af kennslu i grunnskóla æskileg.
  • Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum.
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að setja sig inn í starfshætti skólans, vinna í teymi og með hópnum að því að mæta ólíkum einstaklingum á faglegan, fjölbreyttan og skapandi hátt.

Í Sandgerðisskóla eru um 300 nemendur. Sandgerðisskóli er vel búinn, heildstæður fjölmenningarlegur grunnskóli og fjöldi starfsmanna 68. Náið samstarf er við Leikskólann Sólborg, félagsmiðstöðina Skýjaborg og Tónlistarskóla Sandgerðis. Einkunnarorð skólans eru; vöxtur – virðing – vilji – vinátta.  Skólinn er heilsueflandi grunnskóli sem vinnur samkvæmt skólastefnu Suðurnesjabæjar og Uppeldi til ábyrgðar. Sjá nánar á  www.sandgerdisskoli.is

Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um störf við Sandgerðisskóla.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.sandgerdisskoli.is.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2022. Umsóknir og ferilskrár skal senda á netfang skólastjóra: holmfridur@sandgerdisskoli.is

Nánari upplýsingar veitir: Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri holmfridur@sandgerdisskoli.is