Fara í efni

Laus störf í Gerðaskóla

Laus störf í Gerðaskóla

Gerðaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 70% starf frá kl. 8:00 - 13:30 og starfsmanni frístundaheimilis/skólasels í 40% starf frá kl. 13:10 - 16:15.

Sjá nánari upplýsingar undir laus störf.

Leitað er eftir einstaklingum með menntun sem nýtist í starfi, eru metnaðarfullir, góðir í
mannlegum samskiptum og sveigjanlegir.
Umsóknarfrestur er til 28. október og skulu umsóknir berast á netfangið
eva@gerdaskoli.is
Nánari upplýsingar veitir Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri í síma 425 3050 

Í Gerðaskóla eru rúmlega 250 nemendur. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn.

Gildi skólans eru virðing, ábyrgð, árangur, ánægja.

Í Gerðaskóla leggjum við áherslu á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líður vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.