Fara í efni

Lækkun á gjaldskrá Suðurnesjabæjar

Lækkun á gjaldskrá Suðurnesjabæjar

Gjaldskrá Suðurnesjabæjar vegna þjónustu við börn og barnafjölskyldur ásamt þjónustu við einstaklinga í viðkvæmri stöðu verða lækkaðar frá og með 1.september 2024 þannig að hækkun frá fyrra ári verði 3,5%, sem er mun minni hækkun en ákveðin var við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins. Tillaga bæjarstjóra varðandi lækkun þessa var samþykkt samhljóða á fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar miðvikudaginn 28. ágúst 2024.

Lækkun þessi tekur til eftirfarandi þjónustu:

  • Daggjald fyrir aldraða (dagdvöl)
  • Heimilishjálp fyrir aldraða og öryrkja
  • Hádegisverður fyrir aldraða
  • Almennt tímagjald fyrir börn á leikskóla
  • Tímagjald afsláttarþega fyrir börn í leikskóla
  • Viðbótar tímagjald fyrir kl.8:00 og eftir kl.16:00 í leikskóla
  • Átta tíma vistunargjald með fullu fæði fyrir börn í leikskóla
  • Vistun barna í Skólaseli

Lækkun gjaldskrár er í samræmi við yfirlýsingu um stuðning sveitarfélaga til að vinna að aðgerðum sem styðja við sameignleg markmið ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, í tengslum við kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins, að leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks, ásamt því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Áskorun var send á sveitarfélög og er lækkun gjaldskrár meðal þeirra atriða sem þar koma fram.

Suðurnesjabær leggur sig fram um að tryggja barnafólki hagstæðar gjaldskrár og veita góða þjónustu.

Í flestum tilvikum hafa reikningar þegar verið gefnir út miðað við eldri gjaldskrá og því mun leiðrétting eiga sér stað með útgefnum reikningum um mánaðarmótin september – október nk.

Ný gjaldskrá er aðgengileg á vef Suðurnesjabæjar https://www.sudurnesjabaer.is/is/stjornsysla/fjarmal/gjaldskra