Kveðja til íbúa Grindavíkur
Á fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar þann 17. janúar 2024 var eftirfarandi samþykkt samhljóða og bókað í fundargerð:
Suðurnesjabær sendir hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur. Það er erfitt fyrir alla íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Íslendingar eru þekktir fyrir öfluga samstöðu þegar áföll hafa dunið yfir og nú mun reyna á samstöðuna og viðbrögð sem aldrei fyrr.
Hugur okkar er hjá íbúum Grindavíkur og við heitum því að standa með og veita Grindvíkingum alla þá aðstoð sem möguleg er við þessar erfiðu aðstæður. Suðurnesjabær þakkar almannavörnum og öllum viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag við krefjandi aðstæður og er þeim óskað velfarnaðar í þeirra störfum í þágu samfélagsins.