Fara í efni

Könnun vegna fyrirhugaðrar ljósleiðaravæðingar í þéttbýli Suðurnesjabæjar

Könnun vegna fyrirhugaðrar ljósleiðaravæðingar í þéttbýli Suðurnesjabæjar

Suðurnesjabær áformar að taka tilboði Fjarskiptasjóðs um að ljósleiðaravæða þau heimili í þéttbýli Suðurnesjabæjar sem eru ekki nú þegar komin með ljósleiðaratengingu.

Áður en framkvæmdir hefjast á grundvelli styrks frá sjóðnum þá þarf sveitarfélagið að kanna eftirfarandi:

  • hvort fjarskiptafyrirtæki hyggjast tengja styrkhæf heimilisföng á markaðslegum forsendum. Lista yfir styrkhæf heimilisföng er hægt að nálgast hjá Suðurnesjabæ,
  • hvort fjarskiptafyrirtæki hyggjast leggja og tengja eigið ljósleiðaranet í skurði/lagnaleiðir sem sveitarfélagið kostar.

Þau fjarskiptafyrirtæki sem kunna að hafa áhuga geta haft samband við Suðurnesjabæ fyrir 13. ágúst n.k. í netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is