Fara í efni

Kennsluráðgjafi fyrir leik- og grunnskóla

Kennsluráðgjafi fyrir leik- og grunnskóla

Suðurnesjabær óskar eftir að ráða kennsluráðgjafa í 100% tímabundið starf til eins árs á fjölskyldusvið sveitarfélagsins. Starfsfólk fjölskyldusviðs starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, snemmtæka íhlutun og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra.

Í sveitarfélaginu eru tveir leikskólar, tveir grunnskólar og tónlistarskólar. Þá er gert ráð fyrir að nýr leikskóli taki til starfa á næsta ári. Fjölskyldusvið sinnir einnig félags- og fræðslumálum fyrir sveitarfélagið Voga á grundvelli samnings, þar sem er einn leikskóli og einn grunnskóli.

Starf kennsluráðgjafa miðar að því að styrkja faglegt starf skólanna þannig að öll börn fái sem best notið sín í skólasamfélaginu. Kennsluráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk skóla. Kennsluráðgjafi annast m.a. kennslufræðilegar greiningar, skimanir tekur þátt í teymisvinnu og sinnir ráðgjöf og fræðslu í skóla fjölbreytileikans

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fræðsla og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks skóla vegna einstaklinga og/eða hópa með fjölbreyttar þarfir
  • Stuðningur og handleiðsla vegna fjölbreyttra og árangurríkra kennsluhátta með áherslur á snemmbæran stuðning í skóla fjölbreytileikans
  • Stuðningur við nýbreytni- og þróunarstarf skóla, m.a. með ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk skóla
  • Athuganir og skimanir í leik- og grunnskólum
  • Vinna að samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
  • Vinna í þverfaglegu samstarfi skóla- og velferðarþjónustu

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf kennara og farsæl kennslureynsla
  • Framhaldsnám í sem nýtist í starfi er æskileg
  • Réttindi á Logos er kostur
  • Þekking á fjölbreyttum náms- og kennsluaðferðum
  • Þekking og reynsla af vinnu með nemendum með fjölbreyttan tungumála og menningarbakgrunn er kostur
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði
  • Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, gudrun@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsókn skal að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir hæfni sinni í starfið. Umsóknum skal skilað á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is.