Fara í efni

Jólaljósin verða tendruð í Suðurnesjabæ á Fullveldisdaginn

Jólaljósin verða tendruð í Suðurnesjabæ á Fullveldisdaginn

Á fullveldisdaginn 1. desember verða jólaljósin á jólatrjám í Suðurnesjabæ tendruð eins og hefð er að skapast fyrir. Nú annað árið í röð breytum við dagskránni með þeim hætti að ljósin verða tendruð að morgni með grunnskólabörnum í báðum hverfum. Ljósin í Garði verða tendruð um kl.8.30 og rúmlega 9.00 í Sandgerði þar sem yngstu nemendur beggja skóla munu vinna verkið með Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra. Við sama tækifæri munu nemendur skemmta sér í smá stund við tónlist og má búast við að íbúar í næsta nágrenni við Sandgerðisskóla og við Ráðhúsið í Garði komist ekki hjá því að dilla sér með. Leikskólarnir okkar, Sólborg og Gefnarborg, munu fá heimsókn frá skemmtilegum jólaálfum síðar sama dag og fá góðgæti í tilefni dagsins.

Þá er gaman að segja frá því að íbúar Suðurnesjabæjar eru duglegir að skreyta hjá sér og lýsa upp skammdegið með fallegum jólaljósum. Senn líður að því að opnað verði fyrir ábendingar um jóla- og ljósahús Suðurnesjabæjar á Betri Suðurnesjabær.