Fara í efni

Íþróttasalurinn í Garði kominn í toppform

Íþróttasalurinn í Garði kominn í toppform

Endurbótum innanhúss sem staðið hafa yfir undanfarið á Íþróttamiðstöðinni í Garði er nú lokið. Parketgólf salarins sem telur rúmlega þúsund fermetra og var orðið nokkuð slitið, hefur nú verið tekið allt í gegn, það lagfært og slípað upp, endurmerkt og lakkað á nýjan leik. Einnig hefur öll lýsing í sal verið endurnýjuð með dimmanlegri LED keppnislýsingu. Fyrr á árinu var leikklukkan í salnum einnig endurnýjuð.

Með þessum framkvæmdum má segja að íþróttasalurinn sé komin í toppform og tilbúinn í átök vetrarins.