Fara í efni

Ís í tilefni afmælisdagsins!

Ís í tilefni afmælisdagsins!

Við eigum afmæli í dag!

Föstudaginn 10. júní á fjögurra ára afmæli Suðurnesjabæjar mun ísbíllinn koma í heimsókn og gefa ís.

Ísinn er sérstaklega ætlaður unga fólkinu í Suðurnesjabæ og veður hægt að velja um tvær ístegundir í tilefni dagsins.

Ísbíllinn mun fara sína hefðbundnu hringi og mun hefja heimsóknina um hádegi í Garðinum og færa sig svo yfir í Sandgerði um kl.16.00.

Við hvetjum íbúa til þess að stökkva út um leið og heyrist í bjöllunni góðu.

Til hamingju með afmælið íbúar Suðurnesjabæjar!