Íbúðalóðir væntanlegar til úthlutunar í Suðurnesjabæ
Suðurnesjabær vinnur að því að bjóða íbúðalóðir til uppbyggingar. Framkvæmdir við gatnagerð og innviði standa yfir í Teiga-og Klapparhverfi í Garði og í Skerjahverfi í Sandgerði.
Gert er ráð fyrir að íbúðalóðir í 2. áfanga Teiga- og Klapparhverfis í Garði verði til úthlutunar síðari hluta maí mánaðar. Þar er um að ræða alls 40 íbúðaeiningar í raðhúsum, 8 íbúðaeiningar í parhúsum og síðan er ein lóð fyrir fjölbýlishús á tveimur hæðum. Myndin að neðan sýnir deiliskipulag Teiga- og Klapparhverfis og svæði afmarkað með rauðum línum er sá áfangi sem nú er til uppbyggingar.
+
Íbúðalóðir í 2. áfanga Skerjahverfis í Sandgerði eru væntanlegar til úthlutunar á haustdögum. Þar er um að ræða 8 íbúðaeiningar í raðhúsum, 8 íbúðaeiningar í parhúsum, 8 íbúðaeiningar í keðjuhúsum og síðan eru 11 lóðir fyrir einbýlishús. Myndin að neðan sýnir deiliskipulag Skerjahverfis og svæði afmarkað með rauðum línum er sá áfangi sem nú er til uppbyggingar.
Hér má sjá gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld hjá Suðurnesjabæ
Nánari upplýsingar hjá Suðurnesjabæ í síma 425 3000, eða um póstfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is