Fara í efni

Íbúar í Sandgerði hvattir til þess að fylgjast með loftgæðum vegna mengunar

Íbúar í Sandgerði hvattir til þess að fylgjast með loftgæðum vegna mengunar
Íbúar í Sandgerði eru nú hvattir til að fylgjast vel með öllum upplýsingum sem fram koma t.d. hjá Veðurstofunni varðandi hættu á að loftgæði skerðist vegna gasmengunar frá eldgosinu. En mikil mengun er eins og er í Sandgerði. 
 

Íbúar eru því hvattir til að halda sig innandyra og gæta þess að gluggar séu lokaðir. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir einstaklinga sem eru viðkvæmir fyrir loftmengun. Á vefnum loftgaedi.is má finna allar upplýsingar varðandi loftgæði og viðbrögð við loftmengun frá eldgosum.

Hér má nálgast gasdreifispá veðurstofu Íslands :  https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/