Fara í efni

Íbúafundur vegna vinnslutillögu Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034

Íbúafundur vegna vinnslutillögu Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034

Kynningarfundur og opið hús í Samkomuhúsinu í Sandgerði

Suðurnesjabær boðar til íbúafundar vegna endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Til kynningar er vinnslutillaga Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034.

Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja kynna sér og ræða einstök viðfangsefni og tillögur að stefnu Suðurnesjabæjar í endurskoðuðu aðalskipulagi.

Fundurinn verður haldinn í Samkomuhúsinu í Sandgerði 5. apríl nk. og hefst kl. 20.00.