Íbúafjöldi Suðurnesjabæjar kominn yfir 4.000
Íbúafjöldi Suðurnesjabæjar kominn yfir 4.000
01. september 2023
Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið alls 4.005 nú í byrjun þessarar viku. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir 5 árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum 5 árum, eða um 17,5%.
Í ljós hefur komið að hinn fimm ára gamli Filip Mrozinski telst vera fjögur þúsundasti íbúi Suðurnesjabæjar. Þar sem Filip var í leikskólanum komu foreldrar hans þau Monika og Andrzej og hittu Magnús Stefánsson bæjarstjóra sem færði þeim blómvönd af þessu tilefni og bauð fjölskylduna velkomna til búsetu í Suðurnesjabæ.