Fara í efni

Hverfagrill á Vitadögum

Hverfagrill á Vitadögum

Það stefnir allt í að grill ilmurinn svífi yfir Suðurnesjabæ miðvikudaginn 27.ágúst.

Við óskuðum eftir að íbúar tækju sig saman og skipuleggðu hverfagrill og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Meðfylgjandi eru hverfi sem hafa auglýst hitting:

Garðurinn

  • Bleika og græna hverfið: ath önnur dagsetning er á þessum viðburði. Föstudaginn 29.ágúst kl. 18:00 ætlar bleika og græna hverfið að hafa gaman saman á græna svæðinu við enda Brimklappar. Hoppukastali í boði SI Raflagnir. Nánari upplýsingar á Facebook.
  • Rauða og hvíta hverfið: Miðvikudaginn 27.ágúst kl. 18:00 á Gerðatúni (túnið milli Valbrautar og Melbrautar). Við hvetjum nokkra til að koma með grill með sér og grillum pylsur og eigum saman skemmtilega stund. Hægt að fara í fótbolta og leiki. Sniðugt að taka með útileguborð og stóla og skapa skemmtilega stemmingu. Nánari upplýsingar á Facebook.
  • Gula og fjólubláa hverfið: Miðvikudaginn 27.ágúst kl. 18:00 á planinu hjá Gefnarborg. Grillum saman og eigum góða stund. Nánari upplýsingar á Facebook.
  • Bláa og appelsínugula hverfið: Miðvikudaginn 27.ágúst kl. 18:00. Hittingur milli Sóltúns og Bjarkartúns eða Sóltún við enda götunnar. Nánari upplýsingar á Facebook.

Sandgerði

  • Rauða og hvíta hverfið: Hvetjum alla til að mæta með góða skapið miðvikudaginn 27.ágúst kl. 18:00 í botnlangann á Hjallagötunni. Við hvetjum nokkra til að koma með grill með sér og grillum pylsur og eigum skemmtilega stund. Nánari upplýsingar á Facebook.
  • Hverfagrill-Lækjamótaleikar: Miðvikudaginn 27.ágúst kl. 18:00. Við ætlum að grilla pylsur og fara í allskonar leiki. Við viljum sjá sem flesta á leiksvæðinu fyrir aftan Lækjamót 2, 4 og 6. Nánari upplýsingar á Facebook.

Ef fleiri hverfi vilja taka þátt þá má gjarnan senda upplýsingar um það á vitadagar@sudurnesjabaer.is