Fara í efni

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Við hvetjum íbúa og gesti Suðurnesjabæjar til þess að fara varlega um verslunarmannahelgina, gæta að sóttvörnum, virða tveggja metra regluna og muna að við erum öll almannavarnir!

Það er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs um helgina í Suðurnesjabæ og hér koma nokkrar hugmyndir.

 •  Útibingó út um allan bæ (til útprentunar)
 • Samvera á Garðskaga
 • Kíkja í sund og virða tilmæli um sóttvarnir
 • Hjóla eða ganga nýja göngu- og hjólastíginn sem formlega verður vígður í ágúst
 • Kíkja í golf og virða tilmæli um sóttvarnir
 • Gönguferðir í Suðurnesjabæ
  • Meðfram störndinni - Garður - Reykjanesbær - Garður Sandgerði
  • Garðskagi og sjóhúsið við Lambastaði
  • Sandgerðisvegur (Gömul þjóðleið sem liggur að Grófinni í Reykjanesbæ)
  • Stafnes, Básendar og Gálgaklettar
  • Kort af Reykjanesi

 Ýmislegt er hægt að gera heima:

 • Lita og teikna
 • Lesa
 • Spjalla saman
 • Spila með fjölskyldunni
 • Perla
 • Útilegustemning í garðinum heima