Fara í efni

Hugmynd að nafni fyrir bæjarhátíð í Suðurnesjabæ

Hugmynd að nafni fyrir bæjarhátíð í Suðurnesjabæ

Dagana 26.ágúst til 1.september ætlum við að halda bæjarhátíð og vantar okkur nafn á hátíðina.

Haldin hefur verið bæjarhátíð Suðurnesjabæjar síðustu 3 ár en að skipulagningu og framkvæmd koma ýmsir hagsmunaaðilar úr sveitarfélagi, þ.á.m. starfsmenn Suðurnesjabæjar, grunnskólarnir, íþróttafélög, björgunarsveitir og ungmenni.

Nafnið skal vera nýtt og má ekki hafa verið notað yfir hátíðir innan Suðurnesjabæjar áður. 

Ferða-safna og menningarráð biðlar því til bæjarbúa að koma með hugmynd af nafni ásamt rökstuðningi þ.e. hver er sagan á bak við hugmyndina.

Hugmyndum skal skilað á íbúavefinn Betri Suðurnesjabæjar fyrir 1.apríl.