Fara í efni

Helgarstarf á Byggðasafninu á Garðskaga

Helgarstarf á Byggðasafninu á Garðskaga

Suðurnesjabær leitar eftir helgarstarfsmanni á Byggðasafnið á Garðskaga, aðra hvora helgi, frá byrjun maí til loka september.  Byggðasafnið varðveitir og segir sögu atvinnu- og mannlífs  í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum. Safnvörður tekur á móti gestum, bæði íslenskum og erlendum, segir frá sýningum og safnkosti, ásamt því að veita upplýsingar til ferðamanna um svæðið og afgreiða í safnverslun. Hægt er að kynna sér starfsemi safnsins á Facebook „Byggðasafnið á Garðskaga“ .

Helstu verkefni:

  • Afgreiðsla, upplýsingaþjónusta og móttaka gesta á safninu
  • Leiðsögn um safnið

Hæfniskröfur:

  • Rík þjónustulund, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku, fleiri tungumál eru kostur
  • Áhugi á safnastarfi og á sögu Suðurnesjabæjar og nágrennis
  • Almenn tölvukunnátta

Umsóknir, merktar „Byggðasafn“ ásamt ferilskrá skal senda á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is. Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2023.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til þess að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður safna, í síma 425 3008 eða á netfangið margret@sudurnesjabaer.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.