Fara í efni

Hafnarvörður við Sandgerðishöfn

Hafnarvörður við Sandgerðishöfn

Sandgerðishöfn óskar eftir að ráða hafnarvörð í fullt starf.

Helstu viðfangsefni:

  • Vigtun og skráning sjávarafla
  • Öryggiseftirlit
  • Þjónusta við skip, s.s. raða skipum í höfn, binda skip við bryggju og afgreiðsla á vatni og rafmagni
  • Þrif og almennt viðhald á hafnarsvæði
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntun og hæfniskröfur

  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi réttindi til vigtunar sjávarafla
  • Þjónustulund, stundvísi og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum

Vinnutími og launakjör

Unnið er á vöktum og taka laun mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Við hvetjum alla áhugasama til þess að sækja um

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á netfangið magnus@sudurnesjabaer.is eða afgreidsla@sudurnesjabaer.is 

Upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri í síma 425 3000.

Umsóknarfrestur er til og með 6. september 2021.