Gul viðvörun vegna veðurs
Gul viðvörun vegna veðurs
31. janúar 2024
Veðurspár gera ráð fyrir slæmu veðri í dag 31. janúar en gul viðvörun er á svæðinu þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir.
Snjómokstur verður í Suðurnesjabæ eins og aðstæður leyfa en búast má við erfiðum aksturskilyrðum og að færð geti spillst.
Íbúar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um veður og færð og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Vísað er á vefsíður Almannavarna; almannavarnir.is og Vegagerðarinnar; vegagerdin.is og umferdin.is.