Fara í efni

Göngu- og hjólastígurinn verður vígður á fimmtudaginn

Göngu- og hjólastígurinn verður vígður á fimmtudaginn

Það er mikið ánægjuefni að göngu- og hjólastígurinn okkar milli Garðs og Sandgerðis er nú tilbúinn og að íbúar og gestir Suðurnesjabæjar eru þegar farnir að nota stíginn.

Fimmtudaginn 27. ágúst kl.12.30 verður margt um manninn á stígnum en þá fá grunnskólanemendur beggja skólanna okkar, Gerðaskóla og Sandgerðisskóla, þann heiður að vígja stíginn formlega.

Formleg vígsla mun fara fram með mikilli litagleði og litasprengju frá kl.12.30 – 13.30 og aðgengi annarra en grunnskólanema verður takmarkað að stígnum á sama tíma.

Áætlað er að viðburðurinn taki um eina klukkustund.

Sökum fjölmennis og reglna um sóttvarnir biðjum við almenning um að virða þessar takmarkanir.

Förum gætilega, virðum sóttvarnir og munum hægri regluna á stígnum!