Gasmengun – Gas pollution
Eldgosið við Litla Hrút gefur frá sér eiturgufur og gasmengun, sem geta verið hættulegar. Mikilvægt er að fólk almennt fylgist vel með öllum upplýsingum varðandi loftgæði. Ef sú staða kemur upp að varað er við slæmum loftgæðum vegna þessa, eru einstaklingar hvattir til að dvelja innandyra og gæta þess að gluggar séu lokaðir. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þá einstaklinga sem eru viðkvæmir fyrir loftmengun. Á vefnum loftgaedi.is má finna allar upplýsingar varðandi loftgæði og viðbrögð við loftmengun frá eldgosum. Almenningur er hvattur til að fylgjast með fréttum og upplýsingum um þessi mál og fylgja leiðbeiningum sem því tengjast.
Gas pollution from the eruption area on Reykjanes Peninsula is forecasted. Residents in Suðurnesjabær and in Suðurnes are encouraged to close windows and stay indoor if needed. The website loftgaedi.is has information about forecasts.