Fara í efni

Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja sumarið 2025

Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja sumarið 2025
Eins og fyrri ár mun Suðurnesjabær bjóða eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu upp á slátt í heimagörðum.
 

Sláttutímabilið er frá byrjun júní og til loka júlí. Hver umsækjandi nýtur garðsláttar einu sinni en markmið er að slegið verði þrisvar sinnum hjá hverjum og einum, allt eftir samkomulagi og stöðu mannafla hjá sveitarfélaginu. 

Ekki verður farið inn á lóðir til að slá nema umsókn liggi fyrir.

Umsóknarfrestur er til 23. maí 2025

Gjald fyrir hvern slátt er kr. 3.500,-

Með von um gott samstarf í sumar.

Umsókn um slátt á grasi á einkalóð 

Umsókn um slátt