Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja sumarið 2023
Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja sumarið 2023
28. apríl 2023
Eins og fyrri ár mun Suðurnesjabær bjóða eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu upp á slátt í heimagörðum.
Hver og einn getur sótt um garðslátt í allt að þrjú skipti eftir samkomulagi og eftir stöðu mannafla hjá sveitarfélaginu.
Gjald fyrir hvern slátt er kr. 3.000,-
Slegið verður á tímabilinu júní – júlí.
Umsóknir skulu berast í Ráðhús sveitarfélagsins, í síma 425 3000 eða á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is fyrir 1. júní 2023.
Ekki verður farið inn á lóðir til að slá nema umsókn liggi fyrir.
Með von um gott samstarf í sumar.