Fara í efni

Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja sumarið 2022

Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja sumarið 2022
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í Suðurnesjabæ.
 

Þjónustan stendur þeim ellilífeyrisþegum og öryrkjum til boða sem búa í eigin húsnæði og á þeim lóðum sem garðsláttar er óskað. Ef um leiguhúsnæði er að ræða, ber eiganda íbúðarhúss að sjá um slátt á grasi í samráði við leigjanda, en réttindi leigjanda yfirfærast ekki til eiganda húsnæðis.

Íbúar eru hvattir til að sækja tímanlega um garðslátt en stefnt er að slegið verði 3 sinnum hjá hverjum og einum.

Gjald fyrir hvern slátt er kr. 2.000,-

Lóðaeigendur sem vilja njóta þessarar þjónustu geta sótt um hana á sérstökum eyðublöðum í Ráðhúsum sveitarfélagsins eða í síma 425 3000. Ekki verður farið inn á lóðir til að slá nema umsókn liggi fyrir.

Með von um gott samstarf í sumar.