Fundur um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks verður haldinn í Reykjanesbæ
Fundur um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks verður haldinn í Reykjanesbæ
15. janúar 2024
Fundur um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks verður haldinn í Reykjanesbæ í Hljómahöll þann 21.febrúar frá kl. 17:00-19:00.
Markmið fundarins er:
- - Að kynna stefnumótunarferlið út á við
- - Að tryggja að sjónarmið og áherslur innflytjenda og flóttafólks um allt land endurspeglist í stefnu stjórnvalda í málaflokkum
Dagskrá
- 17:00-17:20 Húsið opnar
- 17:20-17:35 Setning og kynning
- 17:35-18:15 Umræður fyrri hluti
- 18:15-18:20 Hlé
- 18:20-18:40 Umræður seinni hluti
- 18:40-19:00 Samantekt og fundarlok
Fundurinn er opinn öllum.