Fara í efni

Frístundaakstur Suðurnesjabæjar hefst 1. febrúar

Frístundaakstur Suðurnesjabæjar hefst 1. febrúar

Frístundaakstur milli byggðakjarna hefst 1. febrúar og verður í boði alla virka daga samkvæmt æfingatöflu Reyni/Víði en akstri lýkur kl. 17:00 alla daga (eða alla virka daga eftir því sem við á). Upphafsstaðir verða við sleppistæði skólabygginga, 15 mínútum áður en æfingar hefjast og börnum mun vera ekið að íþróttahúsi í þeim byggðarkjarna sem á við hverju sinni. Að lokinni æfingu mun bílinn sækja börnin og aka þeim til baka á upphafsstað.

Starfsfólk Skólasels mun sjá til þess að börn sem stunda æfingar á þeim tíma sem þau eru í Skólaseli fari í rútur þegar við á. Þau börn munu fara aftur í Skólasel að lokinni æfingu til kl 16:15 eða þangað til að vistunartíma þeirra lýkur. Foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á að þau börn sem eru ekki skráð í Skólasel en vilja nýta þessa þjónustu séu mætt á réttum tíma á upphafsstaði frístundaakstursins.

Verkefnið er unnið í samvinnu Suðurnesjabæjar við íþróttafélögin og Ferðaþjónusta Reykjaness mun sjá um aksturinn. Aksturinn er gjaldfrjáls öllum þeim sem hann nýta. Um er að ræða tilraunaverkefni sem margir koma að og munum við nýta næstu mánuði til að fínstilla allt verklag. Allar ábendingar er snúa að akstrinum og fyrirkomulagi hans eru vel þegnar og hægt að senda þær hér