Fréttir af úrgangsmálum frá Kölku
Innleiðing á nýju flokkunarkerfi úrgangs, þar sem flokkað er í fjóra flokka við húsvegg, hefur farið mjög vel af stað. Íbúar hafa tekið vel í aukna flokkun og eru góðar heimtur bæði á endurvinnsluefnum og lífrænum eldhúsúrgangi.
Hirðan á tunnum við heimili er nú komin á áætlun og er uppfært dagatal nú tilbúið fyrir íbúa, það má nálgast hér. Sorphirðudagatal
Við minnum á að tunnur við heimili eru tæmdar eins og hér segir:
- Blandaður úrgangur á 14 daga fresti
- Lífrænn eldhúsúrgangur á 14 daga fresti
- Pappír / Pappi á 28 daga fresti
- Plastumbúðir á 28 daga fresti
Ef íbúar eru að lenda í að tunnur við heimilin fyllist fyrr bendum við á að hægt er að notast við grenndarstöðvarnar fyrir þá flokka sem tekið er á móti þar sem og móttökuplön Kölku, sem taka á móti öllum úrgangi.
Við hlökkum til að sjá enn betri árangur í flokkun á Suðurnesjum og þökkum ykkur fyrir að taka þátt í þessu verkefni með okkur!